fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025

Jónshús

Orðið
Miðvikudaginn 20. desember 2017 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að á jólahlaðborði 365 á dögunum, hafi Jón Ásgeir Jóhannesson talað af sér. Forsaga málsins er sú, að á sínum tíma, gaf þáverandi forstjóri Norðurljósa, Jón Ólafsson, starfsmannafélaginu veglegan sumarbústað, starfsmönnum sínum til ánægju og yndisauka. Var húsið nefnt Jónshús og gegnir því nafni enn. Eignarhald hússins við eigendaskipti og alla þá rússíbanareið sem fyrirtækið hefur farið í gegnum á þessum tíma virðist hafa endað með því, að aðeins starfsmenn Fréttablaðsins og Glamour hafa nú afnot af því.

En víkur þá sögunni að jólahlaðborðinu.
Þar var Jón Ásgeir kynntur á svið af eiginkonu sinni og forstjóra fyrirtækisins, Ingibjörgu Pálmadóttur. Jón Ásgeir er sagður hafa talað mikið um eigin ágæti og þegar talið barst að kaupsamningi 365 við Vodafone, hafi Jón ítrekað hversu sniðugur hann hefði nú verið í samningaviðræðunum, því hann hefði sko haldið eftir sumarbústaðnum fyrir sjálfan sig. Kom þá kurr í mannskapinn, sem stóð í þeirri meiningu að sumarbústaðurinn væri þeirra, en ekki Jóns Ásgeirs. Töluðu hinir alræmdu gárungar um, að Jón hefði mögulega eitthvað misskilið nafngift hússins…

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valur riftir samningi Lundemo

Valur riftir samningi Lundemo