Elías Pétursson sendir þessa grein:
Svolítið merkilegt þetta mál með Björgólf, gagnaverið og iðnaðarráðherrann
- Björgólfur kom fyrir nokkrum árum og sagði öllum að hann ætti ógeðslega mikið af útlenskum peningum fékk þess vegna að kaupa banka…
- Seinna kom í ljós að það var allavega að einhverju leyti lygi því hann hafði fengið lánað fyrir amk. hluta hjá svikabræðrum sínum sem þá voru líka að fá banka.
- Það kom líka í ljós að hann hafði aldrei borgað lánið sem hann fékk hjá kollegunum, enda of mikið að gera við að taka ný lán til þess að geta tekið önnur lán til að borga lán.
- Og þegar ekki fengust meiri lán hjá stórum strákum þá fór hann og lofaði ofsagóðri ávöxtun á sparifé útlendinga, og sagði okkur að allt væri frábært.
- Frá því ca 2007 lugu Björgólfur snillingur og starfsmenn hans linnulaust um stöðu bankans sem hann fékk lánað fyrir, (okkur var líka sagt af stjórnmálamönnum að hann hefði sko bara borgað bankann með útlenskum peningum og allt væri jollý)
- Fyrir örfáum árum kom Björgólfur og sagðist vera að græja Actavis með ógeðslega miklum útlenskum peningum allt staðgreitt og bjart framundan….
- Fyrir stuttu kom í ljós að ógeðslega miklu útlensku peningarnir voru fengnir að láni eins og allt annað í hans viðskiptum.
- Reyndar hafði honum tekist að fela það svo vel að Seðlabankinn fann ekki ca 1.000.000.000.000,- skuldina fyrr en nú um daginn.
- Nú er Björgólfur að koma með hrikalega góða „fjarfesta“ með að sjálfsögðu ógeðslega mikið af útlenskum peningum…og hann segist bara eiga 40%
- Og þá finnst iðnaðarráðherranum það „hálfógeðfellt“ hvernig þingmaður og fyrirspyrjandi tali um siðferðisleg mörk
- Iðnaðarráðherranum finnst það „ógeðfellt hvernig þingmenn reyna að gera þetta mál tortryggilegt.“
- Og segir reyndar að lokum „Ég spyr mig um annarlegar hvatir þegar menn koma með svona málflutning hingað inn.“
Getur verið að eitthvað vanti í okkur Íslendinga?
Eða höfum við bara alls engin prinsipp??
Reyndar er eitt í þessu öllu sem er sérstakt umhugsunarefni, Björgólfi virðist ganga hvað best í viðskiptum/fjárfestingum í gömlum austantjaldsríkjum.
Taktu eftir því Egill að hvergi í öllum þessum texta skrifa ég orðið “ICESAVE“, sennilega ætti tjón okkar vegna þess að vera þarna betur skilgreint…
En allt hitt ætti að vera nóg til þess að við segðum þessum manni að fara og gera bissnes einhversstaðar annarsstaðar t.d. í Austurevrópu…þeir kunna kannski að höndla svona snilling.
ICESAVE eitt og sér ætti aftur á móti að vera forsenda fangelsisdóms og ævilangs missis íslensks vegabréfs.
Hér eru samræður Iðnaðarráðherrans og þingmannsins…
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20091217T105000