fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Síðasta Kiljan fyrir jól

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. desember 2009 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld verður sýndur síðasti þáttur Kiljunnar fyrir jól. Þar verður ekki reynt að komast yfir fjögur hundruð bókartitla eins og stjórnandinn lofaði í síðasta þætti, en efni þáttarins er þó býsna mikið.

Systurnar Elísabet og Unnur Jökulsdætur koma í þáttinn að ræða nýjar bækur sínar. Bók Elísabetar nefnist Heilræði lásasmiðsins og þykir óvenju opinská en Unnur skrifar rekur huldufólkssögur í nútímanum í bók sinni Hefurðu séð huldufólk?

Ingibjörg Haraldsdóttir kemur í þáttinn og segir frá endurminningabók sinni Veruleika draumanna. Þar segir hún frá æskuárum sínum, námsárum í Moskvu og lífi á Kúbu en hún giftist kúbverskum manni.

Af öðrum gestum í þættinum má nefna þýska rithöfundinn Alexöndru Kui, Halldóru Kristínu Thoroddsen og Bjarna Bjarnason.

Gagnrýnendur af nokkrum fjölmiðlum segja okkur hvað hæst ber í bókaflóðinu.

Kolbrún og Páll fjalla meðal annars um bækur eftir Einar Kárason, Þórarin Eldjárn og Hrafn Jökulsson.

En Bragi er í jólaskapi og segir frá hinni einu sönnu jólabók.

Þátturinn fer svo í jólafrí en við tökum aftur upp þráðinn 16. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?