fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Forstjóri LSE um Íslandsbækur Boyes og Ármanns

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. desember 2009 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Howard Davies, hagfræðingur, fyrrverandi aðstoðarbankastjóri við Bank of England,  forstjóri breska fjármálaeftirlitsins (FSA) og núverandi forstjóri London School of Economics, skrifar grein í nýjasta hefti Times Literary Supplement þar sem hann leggur út af tveimur bókum um íslenska hrunið, Meltdown Iceland eftir Roger Boyes og Frozen Assets eftir Ármann Þorvaldsson.

Í greininni rekur hann kynni sín af þorskastríðinu 1973, hann var ungur starfsmaður breska utanríkisráðuneytisins í deild sem hafði með Norðurlönd, Austurríki og Páfagarð að gera. Líkt og Roger Boyes virðist hann hafa haft samúð með málstað Íslendinga í þorskastríðinu. Svo segir hann frá heimsókn til Íslands 2005 þegar allt virtist leika í lyndi – þá hafi blasað við honum annað Ísland en áður, með póstmódernískt hagkerfi, kaupsýslumenn sem voru að gera innrás í Bretland, furðulega uppskrúfaðan gjaldmiðil og mjög hátt verðlag.

Greinin er ekki beinlínis krítík um bækur Boyes og Ármanns, heldur eyðir Davies mestu plássi í að fjalla um hversu óvarlegt er að byggja risastórt bankakerfi á litlum gjaldmiðli – þetta geti líka haft afleiðingar fyrir Sviss og Bretland sem þó eru með miklu stærri gjaldmiðla en Ísland –  og nefnir í framhaldi af þessu að margir telji rétt að koma á sameiginlegu eftirliti með bankastarfsemi í Evrópu. Breska stjórnin sé þó mótfallin því.

Hann fjallar um símtal Árna Mathiesen og Alistairs Darlings sem Boyes birtir í bók sinni og segir að óvarlegt sé að draga sömu ályktanir og breski ráðherrann af samtalinu, nefnilega að Íslendingar ætluðu að svíkjast undan skuldbindingum sínu,. Hins vegar hafi ekki verið óeðlilegt að gruna að Ísland væri ófært um að veita fjármálakerfinu nauðsynlegan stuðning – í augum markaðarins hafi seðlabankastjórinn Davíð Oddsson verið orðinn að strámanni, man of straw.

Það er greinilegt að þessi hagfræðilegu rök höfða meira til Davies en kaflinn þar sem Roger Boyes skrifar um baráttuna milli Davíðs og Jóns Ásgeirs – hann nefnir altént að hagfræðingar hafi hingað til ekki einbínt á þennan þátt í hruninu.

Um Frozen Assets skrifar Davies að höfundurinn, Ármann Þorvaldsson, virðist vera maður sem hafi verið upptekinn af barnalegum uppátækjum á skrifstofu sinni en klúru óhófi utan hennar.

Hann segir í lokin að enginn muni sakna íslensku bankanna, Kaupþings, Landsbanka og Glitnis, þessarar vanheilögu þrenningar, eins og hann kallar það. Íslendingar muni eiga í vandræðum með að kynna sjálfa sig sem fábrotið fólk sem berst harðri lífsbaráttu á eldfjallaeyju. Það sé verið að skrá nýja Íslendingasögu sem sýni Íslendinga sem fórnarlömb óvinveittra Skota (Brown, Darling) en lítill markaður verði fyrir hana erlendis.

But Frozen Assets ultimately reinforces the impression that some very ordinary people earned some very extraordinary rewards in the early years of this century. Kaupthing, Landsbanki and Glitnir, the unholy trinity of Icelandic banks, will not be missed, and it will be difficult in future for Icelanders to present themselves as simple, hardy folk struggling to survive on their volcanic rock. A new Icelandic saga which portrays them as victims of unsympathetic Scots is in draft in Reykjavik, but its overseas market will be small.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?