fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Framganga dönsku lögreglunnar

Egill Helgason
Mánudaginn 14. desember 2009 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þessar línur:

— — —

Ég er nú staddur í Köben og get sagt það að hér hefur lögreglan gert hvert glappaskotið á fætur öðru.

Þetta hófst nú allt á fyrsta degi Loftlagsráðstefnunnar þegar þeir ruddust inn í skemmu þar sem u.þ.b 300 anarkista (samkv. fréttum) höfðu komið sér fyrir, tóku í járn… svo hringdu þeir sigri hrósandi í eiganda skemmunnar og sögðust hafa svælt liðið út.

Eigandinn kom af fjöllum, því hann hafði gefið þeim leyfi til að koma sér fyrir í skemmunni.

Svo handtóku þeir u.þ.b 1000 manns og í fjölmiðlum kom fram að minnsta kosti einum steini hafi verið kastað, það þarf ekki að taka það fram að 987 mótmælendur fengu svo að fara frjálsir á meðan 13 verða kærðir fyrir að kasta steinum.

Í dag voru svo friðsamleg mótmæli við DONG energy, þar sem mótmælendur gáfu DONG talsmanni gullhúðaða vindmyllu í kjölfarið á því að DONG ákvað að hætta við að byggja mengandi orkuverksmiðju í norður Þýskalandi, tekið var fram að fleirri lögreglumenn voru á staðnum heldur en mótmælendur.

Nú er svo komið að pólitíkusar eru farnir að gagnrýna lögregluna fyrir starfsaðferðir og hörku því að landið er jú lýðræðisland, en svo virðist vera að ekki sé öllum frjálst að koma á framfæri sínum skoðunum þó svo að það sé gert friðsamlega.

Sjálfsögðu hafa verið minniháttar óeirðir en ekkert í samanburði við hegðun lögreglunnar. Og eru yfirvöld að verða hrædd um að þessi ofsfulla hegðun lögreglunnar gætir komið á stað mun verri óeirðum heldur en ef þeir hefðu hagað sér í samræmi við brotin.

Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem lögreglan í Kaupmannarhöfn er gagnrýn fyrir harkalegar aðgerðir gegn mótmælendum en tvímælalaust verður merkilegt að fylgjast með þróun mála næstu daga.

Og svo virðist sem þessi ráðstefna stefni hraðbyr í upplausn og Kaupmannarhafnar ráðstefnan mun mjög líklega verða þekkt fyrir hroka vestrænna þjóða gagnvart þróunarlöndunum og misbeitingu valdhafa í lýðræðisríki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin