fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Hægrisinnað skattkerfi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. desember 2009 23:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinsson, hagfræðingur í Bandaríkjunum, skrifar athyglisverða grein um skattamál í Fréttablaðið:

— — —

„Skattkerfið okkar hefur t.d. verið langt til hægri við skattkerfi Bandaríkjanna. Og eru Bandaríkjamenn sjaldnast taldir sérlega vinstrisinnaðir. Á Íslandi hefur verið eitt skattþrep með tiltölulega lágum persónuafslætti, skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur hafa verið með því lægsta sem þekkist á meðal efnaðra ríkja, erfðaskattar og eignaskattar hafa verið lagðir niður og stærstum hluta tekna hins opinbera er aflað með virðisaukaskatti. Þetta skattkerfi er afrakstur markvissrar stefnu Sjálfstæðisflokksins yfir 18 ára tímabil. Og undir það síðasta komu miklir frjálshyggju­frömuðir í röðum til Íslands til þess að dásama þetta kerfi.

Það er yfirlýst markmið stjórnvalda að færa skattkerfið til vinstri. Ef mið er tekið af umræðu um skattamál á Íslandi undanfarin ár má ef til vill segja að fyrirliggjandi frumvarp stjórnvalda sé róttækt skref í átt að þessu markmiði. En ef horft er til annarra efnaðra landa ganga tillögur stjórnvalda ekki sérlega langt. Jafnvel eftir þessar breytingar verður skattkerfið á Íslandi talsvert til hægri við skattkerfið í Bandaríkjunum (þegar kemur að tekjutilfærsluáhrifum þess – en ekki heildarskattstiginu sem hefur verið og verður áfram hærra á Íslandi).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?