Ég horfði á fréttirnar í gær og velti fyrir mér hvort ég væri fastur í tímanum.
Það var verið að rífast um hvort Icesave bryti í bága við stjórnarskrá.
Það var verið að fjalla um lagaflækjur í Baugsmáli og út af því þurfti að gera hlé á réttarhöldum.
Og Bandaríkjaforseti var að senda fleiri hermenn til lands hinum megin á hnettinum.