Það eru nokkur tíðindi að Einar Skúlason skuli verða leiðtogi Framsóknarflokksins í borginni.
Sigur hans er stór og sannfærandi
Hann tilheyrir þeim hluta flokksins sem horfir fremur til vinstri en hægri, og hann er Evrópusinnaður.
Ólíkt þingmönnum flokksins í Reykjavík, Sigmundi Davíð flokksformanni og Vigdísi Hauksdóttur – sem er í stjórn Heimssýnar.