Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður og útgerðarmaður, skrifar um verðmat aflaheimilda í framaldi af frétt í Mogga þess efnis að fyrning sé háskaleg fyrir íslensku bankana. Greinin er í heild sinni hér:
— — —
„Mat á verðgildi aflaheimilda hlýtur að taka faglegt mið af hagnaði í rekstri útgerða á X löngu tímabili,- t.d. 20 árum.
Almennt verðmat aflaheimilda getur ekki miðast við hugsanlegt skammtímabrask með aflaheimildir eftir „gömlu aðferðinni“ þegar uppspennt leiguokur á þorskaflaheimildum með alls kyns „skorttökutrikkum“ – og „löglegu samráði“…..tröllreið húsum… enda er sú verðlagningaraðferð bara úrelt upplogið trikk.
Ég hélt að „2007 tímabilið“ hefði verið skilið eftir í dánarbúum „gömlu bankanna“… þar sem þessi aðferðarfræði virðist hafa átt einhver þátt í hruni gömlu bankanna?
Varla á að fara að blása lífi aftur í gamla Kvóta-Móra?“