Herman van Rompuy, hinn nýi forseti Evrópusambandsins, minnti mig strax á annan þekktan Belga, hinn virta skjaldarmerkjafræðing prófessor Halambique. Kannski er þetta vitleysa en ég sé líkindi með þeim löndunum, þótt Rompuy, hinn mikli áhugamaður um japanskar hækur, sé skegglaus.
Halambique er persóna í Tinnabókinni Veldissproti Ottókars konungs en heitir í íslenskri þýðingu prófessor Alsoddi.