fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Innmúraður lögfræðingur talar af sér

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. nóvember 2009 23:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög sérkennileg umræða sem hefur spunnist út af grein Karls Axelssonar, lögmanns Baldurs Guðlaugssonar.

Karl lætur eins og það sé ógurlegt hneyksli að Baldur sé rannsakaður.

Samt liggur hann undir grun um innherjaviðskipti. Þau felast í því að hann hafði upplýsingar um stöðu Landsbankans sem aðrir höfðu ekki, seldi hlut sinn í bankanum, þá væntanlega til aðila sem höfðu ekki aðgang að þessum upplýsingum.

Hlutabréfamarkaðurinn íslenski var algjörlega fáránlegur, en það er ekki þar með sagt að við eigum að láta mál eins og þessi óátalin. Rannsóknin mun væntanlega leiða í ljós hvort Baldur er sekur eða saklaus. Miðað við feril svona mála á Íslandi á maður frekar von á að hið síðartalda verði ofan á.

Því er stillt þannig upp, meðal annars af lögmanninum,  að ráðist sé að Baldri af því hann er í ákveðnum stjórnmálaflokki. Í greininni segir að Baldur sé:

“…enda fulltrúi […] flokks, sem nú um stundir er mjög til vinsælda fallið að gera öðrum fremur ábyrgan fyrir hruni banka og efnahagskreppu.”

En nú, hváir maður – var ekki Baldur háttsettur embættismaður hjá ríkinu?

Var hann þar sem „fulltrúi“ stjórnmálaflokks?!

Hvers konar stjórnarfar höfum við búið við, samkvæmt lögmanninum?

Það þykir allavega ekki góð latína í lýðræðisríkjum að flokkar og framkvæmdavald séu eitt.

Það er mjög merkilegt að sjá þetta orðalag frá jafn innmúruðum lögfræðingi og Karli Axelssyni, gömlum samstarfsmanni bæði Davíðs Oddssonar og Jóns Steinars Gunnlaugssonar.

Hvað með þann síðasttalda, Jón Steinar, er hann samkvæmt þessu „fulltrúi“ flokksins í Hæstarétti?

Annars er athugunarefni út af fyrir sig að grein lögmannsins birtist á besta stað í Morgunblaðinu. Það er greinilega verið að búa til pólitískt moldviðri kringum rannsóknina á Baldri, gera málið pólitískt eins og er svo mikil plága hér á Íslandi – og gefa um leið þau skilaboð til sérstaka saksóknarans að hann eigi að halda sig á mottunni. Nú er gott að vita að hann hefur Evu Joly við hlið sér – hún er vön að takast á við svona málflutning.

En það er nákvæmlega ekkert athugavert við að Baldur sé framarlega í röðinni hjá saksóknara, það þarf mikla náttúru til samsæriskenninga til að halda því fram að þetta sé gert tl að fela önnur mál í þjóðfélaginu – maður gerir fastlega ráð fyrir að aðrir komi síðar. En líklega eru mál þeirra, að minnsta kosti sumra, talsvert flóknari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB