Andri Geir Arinbjarnarson var gestur í Silfrinu í gær. Hann ræddi meðal annars um framtíð Íslands, hvernig við ætlum að standa skil á skuldum okkar sem eru í erlendum gjaldmiðlum meðan við sjálf notum íslenskar krónur, um Icesave og ESB, um það hvernig bankarnir höndla stórskuldug fyrirtæki og um Orkuveitu Reykjavíkur. Andri telur að þurfi að fara fram opinber rannsókn á Orkuveitunni fyrir borgarstjórnarkosningar í vor.
Andri er mikilvirkur bloggari og að mínu viti einn sá besti í netheimum, hann nýtur þess að búa mestanpart í útlöndum og horfa á samfélagið íslenska utanífrá – getur leitt hjá sér hina þrúgandi umræðu hér og hinn eilífa spuna stjórnmálaflokka og sérhagsmunahópa og endalausar tilraunir til að skella skuld á aðra.
Hér skrifar hann um Ísland og framtíðarsýnina, hér um Kaupþing, Haga og pólitíkina, og hér um lífeyrissjóði sem eru látnir kaupa OR-rusl.