fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Stærsti brandari Íslands?

Egill Helgason
Laugardaginn 21. nóvember 2009 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi sendi þessa grein:

— — —

Samkeppniseftirlitið er ótrúlegasta þversögnin í íslensku stjórnkerfi. Í landi þar sem frjáls markaður er einungis með veiðiflugur og ekkert annað verður maður að dást að þessari stórmerku stofnun sem úrskurðar um örfáar kærur á ári. Stofnunin er álíka haldreipi og nýju fötin keisarans. Í einokunarþjóðfélagi ætti að vera til einokunareftirlit.
Á Íslandi ríkir einokun, fákeppni og sýndarsamkeppni. Flestar greinar viðskipta samanstanda af örfáum fyrirtækjum. Í mörgum tilfellum stunda menn sín viðskipti af sæmilegri sanngirni og reka góð fyrirtæki af dugnaði og alúð sem þjóna þjóðfélaginu vel. Annarsstaðar eru ofuvöld einstakara aðila slík að þeir eru nánast einvaldir á sínum markaði og beita því af hörku.

Matvörumarkaður á Íslandi er þannig að ein keðja hefur 60% markaðshlutdeild. Keðjan hefur svínbeigt sína birgja þannig að fjöldi þeirra hefur lagt upp laupana og aðrir komast af með því að taka miklu hærra verð frá öðrum viðskiptavinum. Keðjan lokar einfaldlega á þá sem ekki hlýða og vegna stærðar eiga fyrirtækin fárra kosta völ ef þau vilja koma vörum sínum á markað. Vörur sem maður vill eru ekki í boði af því það hugnast ekki keðjunni að versla með þær. Það er verið að berja á birgjunum.

Hvað gerir samkeppniseftiritið? Hvernig er hið nýja Ísland? Þora menn að taka á einhverju máli?  Nú er eignarhald þessarar keðju í uppnámi. Banki fær að ákveða hvort Ísland býr áfram við einokun og yfirgang eða einhverskonar markað. Samkeppniseftirlitið þarf ekki að fara í slag við sterkasta veldi landsins. Það þarf bara að lyfta augnlokinu.
Dagur samkeppniseftiritssins er kominn. Annaðhvort gerir það eitthvað eða það má leggja það niður og spara í ríkisrekstri. Við þurfum ekki óvirkar ríkisstofnanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí