Pabbi Arnaldar, vinar Kára, bauð þeim félögunum að koma á sándtékk hjá þekktum hljómsveitum, Retro Stefson og FM Belfast.
Þeir voru áhugasamir, skelltu sér í föt og drifu sig út, enda eru þeir saman í hljómsveitinni Stjörnunum.
En á leiðinni út úr dyrunum spurði Kári, spenntur:
„Verður Gunnar Þórðarson!?“