fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Friðrik: Gjaldþrot til góðs

Egill Helgason
Laugardaginn 21. nóvember 2009 08:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá ágæti bloggari, Friðrik Jónsson, dvelur í Afganistan við friðargæslustörf, en skrifar annað slagið pistla um íslensk málefni. Á þeim er yfirleitt mikið að græða. Friðrik skrifar pistil nú í morgunsárið undir yfirskriftinni Gjaldþrot til góðs. Þar nefnir hann Haga, sjávarútvegsfyrirtæki – og Seðlabankann:

— — —

Í núverandi ástandi er það eina rétta að setja yfirskuldsett fyrirtæki í gjaldþrot. Ef að einingar innan þeirra eru lífvænlegar þarf að tryggja þeim tímabundið líf þar til þær eru seldar á opnum markaði.

Það er engum í hag að halda lífi í yfirskuldsettum fyrirtækjum, og þá sérstaklega ekki neytendum.

Gott dæmi um þetta er 1998 ehf./Hagar. Skuldsetning er sögð um og yfir 50 milljarðar en raunverulegt virði samsteypunnar einungis 10 til 15 milljarðar.

Núverandi “eigendur “ segjast geta haldið áfram rekstri og greitt skuldirnar.

En hver er tilgangurinn? Skuldsetning sem er allt að því fimmföld raunverulegt virði þýðir að “eigendurnir” eru löngu búnir að gefa frá sér alla kröfu á áframhaldandi forræði. Að standa undir slíkri skuldabyrði verður að auki ekki gert á annan hátt en þann að velta þeim kostnaði yfir á viðskiptavini samsteypunnar í gegnum hærra vöruverð en annars þyrfti að vera.

Það er því mun hreinlegra að gera upp reksturinn, afskrifa þær skuldir sem ekki fást staðist og selja það sem eftir er til nýrra rekstraraðila.

Þetta þarf að gera við fleiri fyrirtæki sem svona er statt fyrir. Það yrði til þess að hreinsa út skuldir, en eftir stæðu heilbrigðari rekstrareiningar með eðlilegri skuldabyrði og hugsanlega með töluvert svigrúm til þess að bjóða lægra vöruverð.

Hvað önnur fyrirtæki varðar, sem ekki fóru slíku offari, en þurfa engu að síður á að halda ákveðnum afskriftum, eða leiðrettingu á skuldastöðu er affarasælast að bankastofnanir landsins geri slíkt þannig að skuldum verði breitt í hlutafé. Það hlutafé verði síðan með tíð og tíma boðið til sölu á almennum markaði.

Í þessu á engin atvinnugrein að vera undanskilin. Sérstaklega ætti það að vera markmið að gera þetta gagnvart yfirskuldsettum sjávarútvegsfyrirtækjum. Erlendum skuldunautum slíkra fyrirtækja er bannað að eiga kvóta þannig að þeim yrði nauðugur sá kostur að selja hann sem fyrst.

Hugsanlega má setja slíkt kvótasöluferli í einhvern samráðsbúning með aðkomu ríkisins, þ.a. ríkið tæki þann kvóta yfir og seldi síðan áfram á opnum markaði, eða nýtti með öðrum hætti. Með þessu mætti hugsanlega ná ákveðinni sátt sem gerði innköllun kvóta með fyrningarleið óþarfa.

Stóra gjaldþrotið sem nauðsynlegt er að fara í er síðan Seðlabanki Íslands og skuldastaða ríkis og sveitarfélaga. Í þeim efnum eru ýmsir vegir færir hvað varðar innlendar skuldir. Þar er afskriftaleiðin vel fær og samhliða má í reynd gera upp efnahags- og rekstrarreikninga Seðlabankans og hins opinbera. Einskonar nýtt upphaf.

Augljóst dæmi er hinn stórundarlegi bakreikningur vegna ástarbréfakaupa Seðlbankans síðastliðið haust í miðju hruni, sem, þrátt fyrir að enginn væri kröfuhafinn, var breytt í alvöru skuld ríkisins við Seðlabankann um síðustu áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí