fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Rök heimsýnarformannsins og bóndans

Egill Helgason
Föstudaginn 20. nóvember 2009 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur oft verið nefnt hversu misjafnar ástæður liggja að baki hjá því fólki sem starfar í Heimssýn, samtökunum gegn aðild að Evrópusambandinu. Þarna eru hægrimenn sem telja ESB vera sósíalisma og vinstrimenn sem sjá í því frjálshyggju.

Nýr formaður Heimssýnar, bóndinn Ásmundur Einar Daðason, dregur ekki dul á hvers vegna hann er í samtökunum í viðtali við Fréttablaðið. Það er vegna þess að styrkir til bænda eru ekki eins rausnarlegir innan ESB og hér á landi:

„Margir halda því fram að undir einhverjum kringumstæðum gætu hugsanlega einhverjir sauðfjárbændur komið betur út við aðild. En heildin og dreifðu byggðirnar munu ekki koma betur út. Ríkisstuðningurinn hér við landbúnað er framleiðsluhvetjandi. Styrkjakerfi Evrópusambandsins er það ekki.“

Annað sem Ásmundur Daði nefnir er að Evrópusambandið ásælist auðlindir Íslendinga. Þarna gengur aftur sú gamla mýta að hér á Fróni sé eitthvað sem útlendir menn séu alveg óðir að komast í. Þetta er gömul bábilja sem bregður meðal annars fyrir í Íslandsklukku Halldórs Laxness þar sem því er haldið fram að Kaupmannahöfn sé byggð fyrir auð ofan af Íslandi. Þessu tóku lesendur Halldórs nánast eins og guðspjalli; en enginn velti því fyrir sér hvernig slíkt ríkidæmi gat byggt á bláfátækri þjóð sem taldi þá fimmtíu þúsund hræður.

Ásmundur segir:

„Yfirráðin yfir auðlindunum okkar eru ekki síður mikilvæg. Það er klárt mál að Evrópusambandið ásælist þær. Það sem einkennir okkur er fámennið, yfirfullt land af auðlindum og óþrjótandi möguleikar þeim tengdum. Fyrir hrun vorum við stöndugasta þjóð heims. Það er vegna þess að við eigum auðlindir og þær eru fyrir Íslendinga. Það má ekki rugla skuldsetningu í tengslum við hrunið saman við þetta.“

Auðlindirnar eru annars vegar háhitaorka og orka sem býr í fallvötnum. Hún fer ekki svo glatt í hendurnar á útlendingum. Hana munum við vilja nýta í félagi við útlendinga, og gerum það auðvitað í stórum stíl þegar.

Og hins vegar fiskimið – en um þau er verið að semja. Líklega munum við ekki þurfa að hleypa flotum annarra þjóða inn í lögsögu okkar; við erum þeir einu sem höfum veiðreynslu þar. Þá er spurning um flökkustofna. Sérfræðingur hjá franska sjávarútvegsráðuneytinu sem ég ræddi við í vor sagði að við Íslendingar ættum að stefna að óbreyttri stöðu í fiskveiðimálum, að sú kvótaúthlutun sem nú stendur gildi einfaldlega áfram. Hann taldi góðar líkur á að það yrði samþykkt. Þá er reyndar spurning með flökkustofna sem er deilt um, eins og makríl sem er mestanpart utan landhelginnar. Um þá þarf hvort eð er að semja – og þar kemur náttúrlega á móti að íslensk skip eru á veiðum út um allan heim.

Annars minnir þessi umræða á dagana þegar var deilt um EES samninginn og því var haldið fram að útlendingar myndu koma hingað og kaupa upp íslenskar sveitir. Staðreyndin var að enginn kom. Wernersbræður og aðrir íslenskir auðmenn hafa hins vegar keypt upp bújarðir vítt og breitt. Og íslenskir sægreifar hafa slegið eign sinni á fiskinn í sjónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí