fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Af hverju verða hinir ríku ríkari?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. nóvember 2009 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi sendi þetta bréf:

— — —

Nýlega voru fregnir af því að stór hluti þjóðarinnar væri illa stæður á meðan lítill hluti þjóðarinnar ætti mjög miklar eignir. Samkvæmt kenningum kapítalisma þá ætti þessi eignadreifing að skýrast á því að eignahópurinn væri einfaldlega klárari en aðrir og væri vel að þessum auð komin. Þeir hæfustu lifa – og allt það.

En staðreyndin er sú að ríkidæmi opnar margar dyr. Sem dæmi opnaði það dyr að fundarherbergi í Landsbankanum nokkrum vikum fyrir hrun þar sem verðmætustu viðskiptavinir bankans fengu að sjá skýrslu William Buiter og Anne Sibert um að hrun væri yfirvofandi. Eftir fundinn var skýrslunni stungið undir stól og aðrir viðskiptavinir Landsbankans voru í myrkrinu um hvað væri framundan.

Að einhverju leyti get ég skilað að skýrslan hafi ekki þolað dagsljósið, þ.e.a.s. birting hennar hefði klárlega dauðadæmt bankann (fyrr). En það sem er óþolandi er að vita að þeir sem voru ríkir fyrir hrun fengu betri upplýsingar en við öll hin – til að tryggja að hrunið bitnaði ekki á þeim. Ég veit fyrir víst að þessi fundur var haldinn í Landsbankanum og ég efast ekki um að sambærilegir fundir voru haldnir í hinum bönkunum. Yfirmenn bankanna sköpuðu sér með þessum aðgerðum ævilanga velvild auðstéttarinnar og eiga auðvelt með að stofna ný fjármálafyrirtæki og haldið áfram að vinna fyrir þetta fólk í framtíðinni.

Það er staðreynd að stór hluti þjóðarinnar mun eiga erfitt uppdráttar á næstu árum á meðan lítill hluti getur lifað í vellystingum. En þurfum við virkilega líka að hlusta á það í framtíðinni að þetta fólk sé gáfaðra og hæfara en við hin? Er það ekki margföld ósanngirni? Er það þannig sem við ætlum að byggja upp heilbrigt samfélag?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?