fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Bandaríkin, Ísland og sósíalisminn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. nóvember 2009 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er að mörgu leyti mjög hrifinn af Bandaríkjunum. Finnst einstaklega gaman að koma þangað. Stærð landsins, sagan og menningin er heillandi – og af því við lifum í ameríkaníseruðum heimi er ótrúlegt hvað maður kannast við margt. Ég hef sagt að ég gæti báðnað inn í ameríska menningu og kannski aldrei komið þaðan aftur, svo eru áhrif hennar sterk.

Ég er er þeirrar skoðunar að fólksflutningarnir miklu til Bandaríkjanna séu umþaðbil merkasti atburður mannkynssögunnar – og þau gildi sem Bandaríkin byggðu upprunalega á lýsa mannkyninu leið.

En ég vildi ekki vera snauður maður í Bandaríkjunum.

Bandaríkin eru samfélag sem er gerólíkt því sem Íslendingar vilja almennt hafa. 50 milljón Bandaríkjamanna eru án heilbrigðisþjónustu, nýjar tölur sýna að álíka stór hópur í landinu á erfitt með að brauðfæða sig.

Bandaríkin standa í stórfelldum hernaði á erlendri grund. Þau hafa herstöðvar í tugum landa, eyða ofboðslegum fjármunum í hermál, eiga í sífelldum stríðum út um heiminn, nú síðast  í Írak og Afganistan. Landið er gersýrt af hernaðarhyggju.

Skuldir Bandaríkjanna eru botnlausar, þau eru rekin með gengdarlausum viðskiptahalla.. Vegna þessa er bandaríkjadollar mjög óstöðugur gjaldmiðill. Það er búist við að hann eigi eftir að lækka mikið í náinni framtíð. Bandaríkin eru hnignandi veldi – Obama forseti mun ekki geta breytt því.

Bandaríkin eru ríki sem er stjórnað af stóru og gráðugu auðvaldi. Stórfyrirtæki og bankarnir ráða ferðinni, stjórnmálamenn eru á mála hjá þeim eins og strengjabrúður. Þetta var það sem Eisenhower forseti varaði við og kallaði military-industrial complex.

Misskipting auðs og lífsgæða í Bandaríkjunum er þannig að okkur hryllir við.

Ég verð hissa þegar ég heyri talað um að Íslendingar eigi að leita undir verndarvæng Bandaríkjanna. Við vorum þar eitt sinn, en svo tók Bandaríkjaher saman föggur sínar og fór.

Aðalatriðið er þó að heimssýn Bandaríkjanna er gjörólík því sem við eigum að venjast hér á Íslandi. Hvað gildismat varðar sverjum við okkur í ætt við Evrópu; meira að segja stór hluti þeirra sem teljast til hægri á Íslandi væri álitinn hálfgildings sósíalistar í Bandaríkjunum.

Ég var einmitt að segja vinkonu minni bandarískri frá því um daginn sem teldist viðtekið í heilbrigðis- og menntamálum á Íslandi, hjá öllum stjórnmálaflokkum.

Og það var orðið sem henni datt fyrst í hug: Sósíalismi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?