Kári hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá heimsókn í Universal kvikmyndaverið í Hollywood. Þar má sjá leiktjöld og muni úr ýmsum bíómyndum.
Í gær voru hann og Arnaldur vinur hans í leik.
Kári lék Norman Bates og Arnaldur lék grameðluna úr Jurassic Park.
Ég spurði hvor hefði unnið.
Kári sagði:
„Enginn. Þeir voru saman í liði.“
.
Hús Normans Bates í Universal Studios. Bates er aðalpersónann í hinni frægu mynd Psycho.