fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Af hverju var mútumálið ekki rannsakað?

Egill Helgason
Mánudaginn 16. nóvember 2009 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér í athugasemdadálki var nefnt fyrr í dag bolludagsmálið mikla, þegar Davíð Oddsson bar það upp á Jón Ásgeir Jóhannesson að hann hefði reynt að múta sér.

Hreinn Loftsson átti að hafa borið mútuboðið til Davíðs, á fundi sem þeir áttu af einhverjum ástæðum í London.

Hreinn sagði að þetta hefði verið tómur misskilningur.

Það er í raun eitt af hneykslismálum þessarar aldar að þetta skyldi aldrei vera rannsakað til hlítar. Auðvitað átti lögreglan að fara beinustu leið til forsætisráðherrans, taka af honum skýrslu og hefja rannsókn.

Það var ekki gert. Og umræðan um þetta mútuboð varð alveg sérlega ankanaleg. Menn virtust ekki skilja að þegar forsætisráðherra þjóðar setur fram svona fullyrðingu er það háalvarlegt mál.

Það var hins vegar ekki höndlað þannig – og það styrkir gruninn um að þetta hafi bara verið smjörklípa.

Ef rannsókn hefði leitt í ljós að Jón Ásgeir bauð mútur, þá hefði náttúrlega átt að draga hann fyrir dóm, en ef hún hefði leitt í ljós að forsætisráðherrann var að segja ósatt, ja, þá hefði hann náttúrlega átt að segja af sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?