Lesandi síðunnar greinir áróðursherferð Baugsmanna með þessum hætti:
— — —
Beiningamaður sem þóttist blindur kom upp um sig á bæ einum þegar hann sagði við spunafólkið:
„Mér heyrðist detta svartur ullarlagður.“
Ætli blindur maður hafi ekki getað séð merki spunans í greinaskrifum Finns Árnasonar um Haga.
Ég ætla að giska á að aðferðin sem PR menn Baugs lögðu til, hafi falist í eftirfarandi punktum:
Veljum réttan mann
1. Felum Jón Ásgeir sem mest við megum
2. Beitum Jóhannesi fyrir okkur sem mest við megum
3. Leggjum áherslu á hversu góður Jóhannes hefur verið í að lækka vöruverð fyrir heimilin í bla bla bla..
Veljum rétt fyrirtæki
4. Tölum mest um Bónus
5. Tölum lítið um Hagkaup
6. Tölum alls ekki um okurbúlluna 10-11 eða tísku(tusku)búðirnar (sem mala gull, sérstaklega fyrir jólin)
7. Tölum blákalt um góða stöðu Haga og gerum lítið úr vanda 1998 – fólk fattar ekkert muninn á félögunum
Veljum rétta andstæðinga
8. Snúum þessu upp í stríð við Davíð og Moggann
Veljum réttan „talsmann“
9. Fáum einhvern „hlutlausan“ til að setja fram þessi sjónarmið – ekki JJ eða JÁJ – hvað segið þið um Finn Árnason?
Veljum rétta aðferð til framsetningar
10. Skrifum grein – ekki viðtal – þá er ekki hægt að spyrja út í eða vefengja upplýsingarnar