fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Stjörnur í Hollywood

Egill Helgason
Föstudaginn 13. nóvember 2009 02:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

8495666

Í gær fór ég í eitt fallegasta leikhús sem ég hef komið í.

Það er í Hollywood, á Hollywood Boulevard, og heitir Pantages. Að koma þangað inn er eins og að stíga inn í ævintýraveröld – var ekki Hollywood kallað draumaverksmiðja?

Leikhúsið er í glæsilegum art deco stíl sem er nokkuð algengur í Hollywood, byggt árið 1930 og tekur 2700 manns í sæti. Óskarsverðlaunahátíðin var haldin í þessu húsi á árunum 1949 til 1959.

Svo lenti það í niðurníðslu og hverfið í kring hrörnaði líka. Götur Hollywood urðu fíkniefna- og vændisfólki að bráð; vinkona okkar sem er fædd í Hollywood sagði mér að ástandið hafi verið afar vont þar til allrasíðustu ár.

Þá hófst loks endurreisn í kvikmyndaborginni, það er búið að hreinsa göturnar, gamlar byggingar hafa verið gerðar upp og nýjar risið. Svoleiðis á það auðvitað að vera; það má segja að gamla Hollywood arfleifðin eigi að vera á heimsminjaskrá. Maður kemur þangað og í steinsteypunni sér maður  fingra- og skóför Clarks Gable, Jimmy Stewart, Gloriu Swanson, Mary Pickford, Douglas Fairbanks, Judy Garland og Bette Davis.

Einu sinni var ég að tuða yfir Hollywood myndum á blogginu og þá svaraði ágætur heimspekingur mér með því að segja að hinn mikli sköpunarkraftur sem braust fram í kvikmyndaborginni á á fyrstu áratugum tuttugustu aldar hafi verið svipaður því sem gerðist í Flórens á tíma endurreisnarinnar.

Það var ágætt svar. Þetta var gullinn tími. Maður sér fyrir sér Chaplin, Marion Davis, Fairbanks og Pickford í partíum og lautarferðum.. Los Angeles var þá á víð og dreif innan um appelsínulundi, kvikmyndastjörnurnar voru eins og konungborið fólk. Margir komu samt úr fátækt, eins og Chaplin, snillingurinn. Minningarnar um þetta lifa í borginni – á heimili vina okkar þvoðum við okkur í vaski sem kom úr sumarhúsi Marion Davis og ástmanns hennar, blaðakóngsins Williams Randolphs Hearst.

Við vorum stödd fyrir utan hið fræga Kínaleikhús þegar maður í Spidermanbúningi varð of æstur og var leiddur burt af lögreglu. Af því var frétt á forsíðu LA Times. Þarna er fólk í alls konar búningum að reyna að sníkja peninga af ferðamönnum með því að sitja fyrir á myndum með þeim. Sumir missa stjórn á skapi sínu í samkeppninni um þessa fáu skildinga sem þarna falla til.

Það geta ekki allir verið stjörnur í Hollywood.

153935_Spiderman_MAM

Þaðan fórum við í Pantages leikhúsið og sáum stórkostlegan leikara fara á kostum.

Þetta var Stefán Karl Stefánsson sem leikur aðalhlutverk í sýningunni The Grinch – sem á íslensku hefur verið kallað Þegar Trölli stal jólunum.

Þetta er fjörug og skemmtileg jólasýning – en það er Stefán sem er í algjörum sérflokki; hjá honum þar fer saman frábær líkamstjáning, raddbeiting  (maður heyrir engan íslenskan hreim!) og útgeislun sem grípur  áhorfendur – það var Stefán  sem fékk langmesta klappið.

Sýningin verður þarna í leikhúsinu fram yfir jól, stundum tvisvar á dag – nóg að gera hjá Stefáni.

IMG_276_300x300

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?