Kári er sérlega jákvæður drengur.
Í átta tíma flugi frá Íslandi til Seattle sat hann allan tímann með bros á vör.
Við fórum í gegnum vegabréfaskoðun og Kári hafði orð á því hvað það væri skemmtileg reynsla.
Krafðist þess að af sér væri tekin mynd og fingraför eins og öðrum. Vörðurinn lét það eftir honum, eða þóttist gera það.
Svo fórum við inn á flugvöllinn sem er frekar óhrjálegur.
Kári sagði: Þetta er nú fínn flugvöllur.
Við fundum eiginlega ekkert að borða nema skonsu á Starbuck´s en Kári fékk hamborgara á Burger King. Fyrsta hamborgarann í BNA.
Og Kári sagði:
Þetta er alveg frábær hamborgari.