Við Kári fórum í litla fjallgöngu hérna í gær. Gengum upp í gljúfur sem er í bak við húsið þar sem við dveljum. Við erum stödd í Santa Monica.
Eins og Kári sagði við vini okkar:
„We are going to klifr this mountain.“
Við vorum ekki komnir langt upp þegar Kári hrópaði að eitthvað hefði stungið sig og fór að gráta.
Ég spurði drenginn hvort hann hefði ekki bara rekið sig í netlu eða það sem við köllum stingublóm.
Við hörfuðum niður hlíðina og þá fann ég eitthvað í hárinu á mér og svo þéttingsfastan sársauka í hakkanum.
En þegar ég leit á Kára sá ég að hann umkringdur geitungum og á harðahlaupum niður brekkuna. Síðustu flugurnar hristust ekki úr fötunum á honum fyrr en við vorum komnir inn í hús.
Fór samt betur en á horfðist, ég var bara stunginn einu sinni, Kári tvisvar, í fingurinn og hnéð. Og nú erum við að skoða kvikindin sem réðust á okkur á netinu, fólkið hérna kallar þau yellow jackets.
Annars á ég afmæli í dag, klukkan er bara hálf sjö að staðartíma og ég ætla helst að vera í svona fílíng í dag:
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=dN3GbF9Bx6E&feature=related]