fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Eyjan

Hinn týndi heimur kommúnismans

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. nóvember 2009 01:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Lost World of Communism er þriggja mynda þáttaröð frá BBC. Ég hef verið að horfa á hana í norska sjónvarpinu, fyrsti þátturinn fjallar um Austur-Þýskaland, annar þátturinn um Tékkóslóvakíu og sá þriðji um Rúmeníu.

Þetta eru stórmerkilegir þættir, myndefnið er einstakt og þarna er rætt við fólk sem upplifði kommúnismann með ýmsum hætti – í þættinum um Tékkó sem sýndur var í kvöld á NRK1 var meðal annars talað við Vaclav Havel, alþýðukonu sem bjó á samyrkjubúi, dægurlagasöngkonu sem lenti í ónáð, konu sem sá um að skipuleggja risastórar leikfimisýningar sem voru kommúnistaleiðtogum svo kærar og við dóttur Milada Horakova, stjórnmálakonu sem var tekin af lífi eftir sýndarréttarhöld 1950.

Það sem sker í augu er hræsnin og lygin sem einkenndi þessi samfélög – sem ekki var hægt að halda saman nema með lögreglu- og hervaldi.

Hér er brot úr þættinum sem fjallar um Rúmeníu Ceausescus – ég er ekki búinn að sjá hann, en þetta myndskeið lýsir því þegar miðborg Búkarest var rifin til að rýma fyrir fáránlegri monthöll og breiðgötu:

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=ZWtqFXxwNQc]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð