fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

Frelsið í Undralandinu

Egill Helgason
Mánudaginn 2. nóvember 2009 23:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn H. Gunnarsson skrifar á vef sinn um gjaldeyrislánin og hvernig Íslendingar flutu sofandi að feigðarósi í því efni. Hann nefnir dæmi sunnan úr Evrópu þar sem settar hafa verið reglur til að reyna að koma í veg fyrir svona lánastarfsemi. Pistillinn, sem ber yfirskriftina Frelsið varð til skaða, hefst með svofelldum orðum:

— — —

„Stundum verður frelsi eins öðrum til skaða. Það gerðist augljóslega í góðærinu, sem endaði með falli fjármálafyrirtækjanna hér á landi. Frelsi einstaklinga og fyrirtækja til þess að taka erlend lán á lágum vöxtum var nýtt sem aldrei fyrr. Enda kannski ekki skrýtið, með þessum hætti var hægt að lifa í tveimur heimum og velja það besta úr báðum. Hér innanlands gaf gríðarhátt gengi á íslensku krónunni mikinn kaupmátt og hann var aukinn enn frekar með því að taka að láni hræódýra erlenda peninga og breyta þeim í krónur. Í efnahagslega Undralandinu draup svo sannarlega smjör af hverju strái.

En íslenska Undralandið var byggt á sandi og skjótt kom að skuldadögum. Þá ruku erlendu skuldirnar upp í verði. Margir lántakendanna eru ekki lengur borgunarmenn fyrir skuldunum og skellurinn lendir á öðrum. Að nokkru leyti lendir hann á þeim sem veittu lánin og óhjákvæmilegt virðist að skuldirnar lendi að nokkru leyti á skattgreiðendum. Allar kröfur um lækkun höfuðstóls skuldar, leiðréttingu, niðurfærslu eða afskrift eru aðeins mismundandi heiti yfir það sama, aðrir verða að borga.

Hitt var verra að aðfengna ódýra lánsféð gróf undan stöðugleikanum á Íslandi og átti sinn þátt í að gengi krónunnar féll þegar að því kom. Innlenda lánsféð var haft dýrt til þess að halda aftur af þenslunni. Þess vegna var það óskiljanlegt hvers vegna engar skorður voru settar við frelsinu til erlendrar lántöku. Það má hverjum manni vera nú augljóst að frelsið er ekki ókeypis frekar en annað. En reikningurinn fyrir frelsið er sendur á hvert mannsbarn, fætt serm ófætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu