fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Eyjan

Bíræfni

Egill Helgason
Laugardaginn 31. október 2009 18:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi sendi þessar línur:

— — —

Það er mikil bíræfni hjá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG að auglýsa með heilsíðu í Fréttabl. ráðstefnu um Endurreisn, endurskipulagning á erfiðum tímum  með þeim frummælendum sem þar eru upp taldir.  KPMG, ekki frekar en önnur endurskoðunarfyrirtæki, hafa enn ekki bitið úr nálini með hver var ábyrgð þeirra á hruninu, hafandi skrifað upp á margt ærið misjafnt hjá fyrirtækjum útrásarvíkinganna undanfarin ár.

Fyrstur á mælendaskránni er Sigurður Jónsson framkv.stj. KPMG, faðir Jóns Sigurðssonar forstjóra FL-group, en KPMG varð að segja sig frá rannsókn á því fyrirtæki eftir að krafa kom um það frá höfuðstöðvum KPMG í London en Sigurði þessum fannst það ekki tiltökumál að hann eða fyrirtæki hans KPMG rannsakaði son hans.  (FL-group var látið borga bílakostnað, Gumball og ýmislegt af dótinu sem Jón. Ásg. lék sér að)

Síðan er Birna Einarsdóttir, ein einstök heppni hennar er landsmönnum öllum í fersku minni, heppni sem nam hundruðum milljóna.

Síðan má telja Finn Oddsson, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs (Verslunarráðs), apparatsins sem lét hafa eftir sér að það Íslendingar væru annarar gerðar heldur en aðrir Norðurlandabúar, hér byggi fólk skjótt til ákvarðana en ekki silalegt og haldið einhverjum minnimáttarkomplex, eiginleikar sem best sæjust í fari útrásarvíkinganna.

Þrátt fyrir aðra sem þarna munu tala, einstaklinga sem mega ekki vamm sinn vita, þá er ótrúlegt að aðilar eins og KPMG og Viðskiptaráð ætli sér að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist, þeir hafi aðeins verið hlutlausir áhorfendur að öllu því sem gerðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð