Lesandi sendi þessar línur:
— — —
Ég man á fyrstu dögum hrunsins þegar Jón Ásgeir og Ingibjörg gengu á
fund Björgvins og með sinn breska vin og fjárfestingarfélaga, sem ég
man ekki í svipinn hvað heitir, og reyndu að knýja fram að hann fengi
að taka yfir skuldir Baugsins gegn 95% afskriftum á skuldum. Það var á
þessum punkti sem ég hætti að versla í Bónus. Björgvin hafnaði
erindinu, skildist manni, en nú á þetta fólk að fá að halda kverkataki
sínu á íslenskum smásölumarkaði með 5 milljarða hlutafjárframlagi, sem
veltan í Bónus og Hagkaupi á auðvitað að standa undir á endanum. Hefði
þá ekki allt eins verið hægt að samþykkja erindið strax á
ráðherraskrifstofunni fyrir einu ári síðan?