fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Hjónaband ASÍ og SA

Egill Helgason
Föstudaginn 30. október 2009 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Gunnarsson skirifar þessa grein:

— — —

Í síðustu kosningum kaus ég annan af núverandi stjórnarflokkunum m.a. vegna áherslna í efnahagsmálum og umhverfismálum.

Vinstri Grænir og Samfylking er með ákveðna stefnu í skattamálum, atvinnuuppbyggingu og umhverfismálum, sem var nokkuð ljós fyrir kosningar og eftir.

Ég og margir aðrir kusum þessa flokka m.a. út af stefnu þeirra í framangreindum málaflokkum. Þessir flokkar eru með lýðræðislega kjörinn meirihluta á þingi og því fullt umboð landsmanna til að stjórna. Það er meira en hægt er að segja um forystu ASÍ og SA. Ég og fjölmargir landsmenn kusum ekki forystumenn ASÍ og SA til að búa til stefnu í skattamálum, atvinnumálum eða umhverfismálum.

Það er óþolandi að ASÍ og SA stilli ríkisstjórninni upp við vegg með hótunum eins og gerst hefur undanfarið,  með því að leggja fram tillögur um skattamál, uppbyggingu stóriðju (og um leið eyðileggingu umhverfis)  sem eru algerlega á skjön við stefnu ríkisstjórnar sem starfar í umboði meirihluta þjóðarinnar.

Varðandi hugmyndir ASÍ og SA um skattamál sem fram hafa komið þ.e. hækkun tryggingagjalds í stað umverfis-, orku- og auðlindaskatta má benda á nokkur atriði:

Hækkun tryggingagjalds leggst á launagreiðslur allra fyrirtækja landsins. Með þeim afleiðingum að:

Kostnaður fyrirtækja vegna launamanna hækkar án þess að um launahækkun til handa launþegum sé að ræða (spyrja má hvort fyrirtæki sem ekki geta greitt umsamdar launahækkanir tekið á sig viðbótarlaunakostnað í formi tryggingagjalds?)

Hærri kostnaður vegna hvers launamanns af þessum ástæðum þýðir óhjákvæmilega það að fyrirtæki reyna enn frekar en ella að losa sig starfsfólk eða lækka það í launum, til að lágmarka þennan skatt.

Hækkun tryggingagjalds leggst launakostnað allra fyrirtækja, óháð því hvort þau eru rekin með hagnaði eða tapi. Kostnaðarhækkun af þessum sökum kann að leiða til þess að fleiri fyrirtæki verða gjaldþrota en ella.

Hækkun tryggingagjalds eykur þrýsting á gerviverktöku. Lægri laun í gegnum verktakastarfsemi þýðir lægra tryggingagjald, lífeyrissjóðsgjöld, stéttarfélagsgjöld o.s.frv., þessi vandi er ærinn fyrir.

Varðandi umverfis-, orku- og auðlindaskatta á stóriðjufyrirtækin þá má benda á eftirfarandi:

Umverfis-, orku- og auðlindaskattar beinlínis hvetja til orkusparnaðar og minni umhverfismengunar.

Öll helstu fyrirtæki sem nota mikla orku hér á landi, kaupa hana á afar lágu verði í alþjóðlegum samanburði.

Öll þessi fyrirtæki selja vörur sínar erlendis í dollurum. Stór hluti af kostnaði þeirra er hins vegar í krónum. Þessi fyrirtæki voru allflest rekin með miklum hagnaði á meðan dollarinn var á rétt rúmlega 60 krónur. Sömuleiðis voru stofnuð ný fyrirtæki við þessar aðstæður. Fyrir fyrirtæki sem hefur tekjur sínar í dollurum og þá hefur kostnaður í krónum því í raun lækkað um ca. helming m.v. stöðu dollars undanfarið og líklega stöðu næstu misseri.

Sjá í þessu samhengi m.a. umfjöllun í Vísi 24.06.2009 “Ólafur Teitur greindi frá því í vetur að Alcan hefði árið 2008 greitt um 6,8 milljarða króna í innlendan kostnað og tekjuskatt, fyrir utan orkukaup”. http://www.visir.is/article/20090624/FRETTIR01/587844184/1091

Það hagræði sem framangreint fyrirtæki eitt hefur af hruninu er því í raun líklega meira en öll álfyrirtæki á landinu borga í tekjuskatt..

Þessar stóriðjur eru beinlínis að stórgræða á þessu efnahagshruni hér. Bæði með gjaldeyrisbraski og gríðarlegri lækkun kostnaðar.

Með því að hætta við umverfis-, orku- og auðlindaskatta og hækka frekar aðra skatta eins og tryggingagjald þá er einfaldlega verið að færa skattaálögur frá stóriðjunni sem græðir á efnahagshruninu, yfir á önnur fyrirtæki landsins og launafólk með tilheyrandi erfiðleikum. Skrýtnar áherslur hjá ASÍ og SA og einkennilegt hjónaband.

Kveðja, Kristján Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?