fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Hinn eiginlegi formaður?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. október 2009 08:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur manna sem nú ræður yfir Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu og vefnum AMX virðist vera staðráðinn í að koma Davíð Oddssyni inn í landsmálin aftur.

Síðast var pöntuð könnun til að sýna að nú er aftur eftirspurn eftir honum. Könnunin birtist í Viðskiptablaðinu, þar er spurt um formenn stjórnamálaflokkanna – og ritstjóra Morgunblaðsins.

Útkoma Davíðs er svo góð að endurkoma í stjórnmálin hlýtur að koma til álita. Það þarf varla annað en að boða landsfund hjá Sjálfstæðisflokknum og kjósa hann á nýjan leik.

En áhyggjuefni hlýtur þetta að vera fyrir núverandi formann flokksins, Bjarna Benediktsson, sem nær því ekki einu sinni að vera hálfdrættingur á við Davíð í könnuninni. Hann kann félögunum á Viðskiptablaðinu varla mikla þökk fyrir.

Spurning jafnvel hvort ber að skilja þetta svo að Davíð sé ennþá hinn eiginlegi formaður – það er hann altént í huga hins harða stuðningsmannakjarna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“