Aðeins meira um snobb niður á við:
Jón Ásgeir gekk á undan með góðu fordæmi, snæddi á Aktu Taktu og lét fyrirtækið borga, tók þátt í Gumball kappakstrinum með Hannesi, Björgólfur fékk 50 cent í afmælið sitt og Ármann bauð upp á Tom Jones.
Þetta er gengdarlaust snobb niður á við, fólk hreifst af þessu og um þetta var skrifað í Séð og heyrt. Hvað auðmennirnir hefðu nú alþýðlegan smekk. Þeir keyptu líka fjölmiðla og buðu upp á efni eins og Idol og Bachelor.
Gamla kolkrabbann var yfirleitt að finna á Sinfóníutónleikum eða á stjórnarfundum Fornritafélagsins.
Ég endurtek aftur það sem Jónas Kristjánsson skrifar: Gömlu lýsnar eru skárri af því þær eru ekki eins svangar.