Er eðlilegt að Samtök atvinnurekenda og Alþýðusamband Íslands leggi saman og heimti að á Íslandi séu byggð stóriðjuver?
Er það í verkahring þessara samtaka?
SA hefur verið félagsskapur stórkapítalsins og gengur erinda þess – ekki lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eiga kannski annarra hagsmuna að gæta.
Og í rauninni eru það peningarnir í lífeyrissjóðunum sem núorðið ráða ferðinni í verkalýðshreyfingunni.
Þetta kemur svosem ekkert á óvart, en á sama tíma eru verkalýðshreyfingin að sætta sig möglunarlaust við geysimikla kjaraskerðingu eins og Vilhjálmur Birgisson bendir á.