fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Frumútgáfur af Asterix

Egill Helgason
Mánudaginn 26. október 2009 02:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

800px-Asterix_-_Cast

Ég hef grun um að í fórum fjölskyldunnar séu til bækur um stríðsmanninn Asterix í frumútgáfum. Á frummálinu, með hörðum spjöldum. Ég veit ekki hvort það er nokkurs virði, en það er samt gaman.

Ég og systir mín eignuðumst þessar bækur þegar við vorum lítill. Heimilisvinur hjá okkur, Kolbeinn Sæmundsson fornfræðingur, sem stundaði þá nám í París, kom með þær færandi hendi – jafnóðum og þær komu út í Frakklandi.

Þeim var flett, þannig að margar þeirra eru nú dálítið í tætlum, þótt vissulega skildi maður ekki mikið í frumtextanum. Bækurnar eru hér og þar, í fórum ýmissa barna úr fjölskyldunni – sem sum eru reyndar vaxin úr grasi.

Æ síðan hef ég haft mikið dálæti á Asterix og vini hans Obelix. Í bókunum er mjög skemmtilegur húmor sem snýst oft um Frakka og einkenni þeirra – ekki síst matarvenjur – og hegðun ýmissa þjóða sem verða á vegi Asterix og félaga hans. Þetta heita víst staðalímyndir í dag; í bókunum er leikið með þær á skemmtilegan hátt.. Og svo er náttúrlega ágæt pólitík í þessu öllu, um sjálfstæða og sérvitra menn sem láta ekki kúga sig – og nota heldur óhefðbundnar aðferðir.

Ég er ekki viss um að það komist allt til skila í íslenskum þýðingum, sumt í þeim hefur mér fundist dálítið bullkennt. Þar sem þýðendur rekur í vörðurnar er merkingum breytt, oft nokkuð kæruleysislega, fremur en reynt sé að takast á við frumtextann. Reyndar má segja hið sama um þýðingar á Tintin – Tinna.

Í upphafi, þegar Asterix fór að koma út fyrir fimmtíu árum – nú er verið að halda upp á afmæli hans – voru höfundarnir tveir, Albert Underzo og René Goscinny. Sá fyrrnefndi var teiknarinn, sá síðarnefndi sá um textann. Goscinny dó árið 1977 (hann er líka höfundur Lukku-Láka ásamt teiknaranum Morris), eftir það hefur Underzo haldið áfram, nokkuð stopult þó, en þær bækur eru fullkomlega léttvægar miðað við klassíkina sem kom út á árunum 1959 til svona 1972.

Með Tinna – sem er belgískur – og Asterix varð teiknimyndasagan að listgrein sem hafði víða skírskotun. Um tíma var meira að segja umræða hér á landi um að alþjóðlega fjölprentaðar teiknimyndasögur væru hættulegar íslenskri menningu. Frakkar, sem hafa mikla þörf fyrir að flokka, hafa kallað þetta fyrirbæri, la bande dessinée, níundu listina. Áður hafði hana mestanpart verið að finna í fremur illa prentuðum blöðum sem komust varla út úr herbergjum barna og unglinga. En sumt er þar gott og merkilegt – til dæmis þarf ekki að fara lengra en í Andrésblöð barnanna til að finna snilldarlegar teiknimyndasögur inn á milli.

Talandi um þýðingar: ég hef einmitt verið að fletta Andrési með Kára syni mínum, og sjá – þar í þýðingunum er margt frábærlega laglega gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?