Íslendingur sem hefur starfað erlendis sendi þennan póst:
— — —
Mér finnst rétt að benda á nokkuð sem algerlega hefur gleymst í umræðunni um sjóð 9. Það eru peningamarkarkaðssjóðir Glitnis í evrum, dollurum og norskum krónum, sjóðir 9.1, 9.2 og 9.3. Ég lagði á sínum tíma um 5 milljónir í Evrusjóðinn þar sem ég taldi mig vera mjög sniðugan að halda mig þannig frá krónunni og sveiflum hennar. Má koma því að að þetta var ca. aleigan. Að auki var mér að sjálfsögðu tjáð að þetta væri alveg öruggt og á góðri ávöxtun. Menn þreyttust ekki á að hamra á slíku.
Það er skemmst frá því að segja að afföllin eru hrikaleg og stefnir í að einungis um 37% eignarinnar endurheimtist, jafnvel minna. Þar að auki er allt greitt út í krónum, þannig að fólk tapaði gríðarlega á þessu. Það skal enginn segja mér að þetta hafi verið eðlilegt fjármálafyrirtæki.