Eftir því sem fleiri pólitíkusar á Íslandi snúa baki við fyrri skoðunum og gerast umskiptingar verða mörk milli hægris og vinstris óljósari í stjórnmálunum. Þau hafa reyndar aldrei verið mjög skýr, oft ræðst það sem kallast hægri og vinstri hér af séríslenskri persónupólitík og flokkadráttum – sem eiga lítið skylt við hugsjónir eða hugmyndir.
Maður getur til dæmis spurt:
Er það til hægri eða vinstri að vilja reisa stóriðjuver fyrir tilstuðlan ríkisins?
Er það til hægri eða vinstri að vilja fá hjálp frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum?
Er það til hægri eða vinstri að vilja ganga í Evrópusambandið?
Er það til hægri eða vinstri að vilja samþykkja Icesave?
Eða kvótakerfið – ræðst afstaðan til þess af hægri eða vinstri?