fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Dæmt til að enda með ósköpum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. október 2009 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi úr atvinnulífinu sendi mér þetta greinarkorn:

— — —

Ég hef verið að lesa bók Ármanns Þorvaldssonar, Ævintýraeyjuna.

Það er fróðlegt að lesa og kynnast atburðarrásinni, sem flestir fylgdust með úr fjarlægð, og skildu ekki allt.
Ég verð að segja að ég var uppteknari af öðru en því hvernig bankarnir þöndust út. Áhuginn liggur annarsstaðar. En það er ekki hægt annað en að reyna að skilja afhverju við steyttum á skeri og þjóðarskútan nærri sökk, og er stórsködduð.

En það sem ekki stendur í bókinni, en hægt er að lesa á milli línanna, er að Kaupþingsmenn, og ef til vill allir sem voru í útrásinni svokölluðu sem drifin var af bankamönnum, voru svo gírugir að þeir uggðu ekki að sér.
Þeir keyptu hvert fyrirtækið af öðru mest í Evrópu, og allir þessir aðilar notuðu meira og minna þá aðferð að gefa út nýtt hlutafé í sínum fyrirtækjum hvort sem þau hétu Kaupþing, Landsbanki, Glitnir, Baugur, Bakkavör, Alfesca, o.s.frv.
Fíknin var svo ofboðsleg að það var ekkert horft aftur fyrir sig.
Þeir vakna þó upp við vondan draum einn góðan veðurdag.  Þeir eru búnir að henda út svo miklu hlutafé í fyrirtækjum sínum til allskonar aðila, sem allir vilja meira og minna selja bréf sín. Ef til vill hefur þessum sömu aðilum verið lofað einhverju um verð, og sölumöguleika í hita leiksins.
Og hvað á til bragðs að taka?
Það verður að halda uppi verðinu, og sölumöguleikunum.
Og þá hefst svikamylludansinn.
Finna aðila sem geta verið í forsvari fyrir kaupum á hlutafé sem er til sölu, og lána viðkomandi til þess útúr bankanum.
Þar með þynna eigið féð.
Búa svo um hnútana að þeir sem eru meðleikendur í þessu leikriti verða líka að fá loforð um að þeir sleppi. Svikamylluspilið fór hraðar og hraðar, og fleiri og fleiri voru dregnir inn, með gylliboðum um ævintýralegan hagnað.
Það voru margir nytsamlegir sakleysingjar í þessum leik, sem nú sleikja sár sín, í bland við þá sem kunnu leikinn, og sleppa frá borði.,
Þessi leikur var dæmdur til að enda með ósköpum, eins og komið er í ljós.

Þetta er skilningur minn á atburðarásinni, eftir að hafa lesið bók Ármanns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“