fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Taka tvö, nánast eins og kækur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. október 2009 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrst kom Hannes, svo Sturla Böðvarsson, og þá Björn Bjarnason, ég var reyndar búinn að bíða eftir honum. Seinast í fyrradag velti ég því fyrir mér af hverju hann væri ekki búinn að tjá sig. Og auðvitað kom það.

Að ógleymdum Óla Birni Kárasyni.

Ég ætla ekki að standa í neinum stælum við þessa menn. Bara rifja eitt upp.

Þetta er í annað skiptið sem þeir vilja láta reka mig.

Þannig að þetta er nánast eins og kækur hjá þeim, þegar illa gengur.

Í fyrra skiptið tókst það.

Það var á Skjá einum árið 2003.

Björn Bjarnason hafði farið í borgarstjórnarkosningar 2002 og tapað illilega. Hópurinn í kringum hann var mjög reiður út af þessu og leitaði að sökudólgum. Ég og Kristján Kristjánsson í Kastljósi vorum fljótt nefndir til sögunnar. Við vorum skensaðir á prenti hvað eftir annað og uppnefndir, af Hannesi Gissuararsyni og Birni sjálfum.

Nýjr stjórnendur tóku við Skjá einum þarna um veturinn og þeir tengdust DV sem þá var undir ritstjórn Óla Björns Kárasonar – reyndar var eigendahópurinn DV  þá nokkuð svipaður því sem er nú á Mogganum. DV varð harðsnúið málgagn þöngs valdahóps og missti fljótt tiltrú, næst því að vera eins konar Vef-Þjóðvilji í dagblaðsformi – ekki ólíkt því sem Mogginn er núna.

Þarna um veturinn kom í ljós að hinir nýju stjórnendur Skjásins þoldu mig ekki og vildu losna við mig. Hápunkti náði það fyrir kosningar um vorið, en þá voru mér birtar tillögur að breytingum á Silfri Egils. Sniðið á þættinum átti að gerbreytast og ég átti að fá á mig einhvers konar yfirfrakka – útsendara af DV sem átti að stjórna þættinum með mér. Ég hef grun um hver þetta átti að vera, en ætla ekki að upplýsa það. Ég á ennþá þetta uppkast að hinu dauðhreinsaða Silfri, geymi það á vísum stað.

Við þetta varð mikil sprenging á Skjánum. Starfsmenn reyndu að ganga í milli og það endaði með því að áformin um breytingarnar á Silfrinu voru blásnar af. Um vorið var mér hins vegar sagt upp. Ég var atvinnulaus fram í október, þá hitti ég Sigurð G. Guðjónsson, þáverandi forstjóra Stöðvar 2, á Austurvelli og hann bauð mér að koma upp á Stöð 2 með þáttinn. Ég nefni að Stöð 2 var þá ekki ennþá komin í hendur Baugs, það gerðist nokkru seinna.

Reyndar skal ég taka fram að Baugsmenn reyndu aðeins einu sinni að hafa áhrif á efnistök mín í Silfrinu eftir að þeir tóku yfir Stöð 2. Það var árið 2005 þegar ég tók viðtal við Friðrik G. Friðriksson um verslunareinokun Baugs, nokkuð samhljóða viðtalinu sem ég átti við hann í Silfrinu fyrir rúmri viku. Það var efni sem þeir vildu ekki að væri fjallað um.

Mér þótti alltaf leitt að fara af Skjánum og ég veit að það var gagnkvæmt. Flestir starfsmenn vildu hafa mig áfram. Ég hafði líka sýnt Skjánum hollustu og þótti vænt um félagið, mér var til dæmis boðið að verða stjórnandi Kastljóss þegar það fór fyrst í loftið á RÚV en hafnaði því.

Það fór líka svo að eftir að skipt var um stjórnendur á Skjánum bauð nýr sjónvarpsstjóri mér að koma aftur og taka upp þráðinn. Það þótti mér vænt um.

Á þessum tíma stjórnaði þessi hópur samfélaginu, hann sat næst kjötkötlum valdsins. Svo er ekki lengur. En hann er auðvitað ekki áhrifalaus. Og eins og oft er hjá þeim sem sjá vald sitt þverra er hann að mörgu leyti orðinn illvígari.

Ég rifja þetta ekki upp af því þetta sé svo obboslega áhugaverð saga – en hún varpar ljósi á sumt…

Og kannski má maður ágætlega við una að þessi klíka sé ekki ánægð – svona rétt eins og það eru máski ágætis meðmæli að Jón Ásgeir sé ekki ánægður með störf manns.

(Og svo ætla ég að gera athugasemd við eitt enn: Það að hér á þessum vef birtist mikið af persónulegum svívirðingum og slíku. Þetta er rakalaus þvættingur – en svo oft má endurtaka lygina að hún fari að hljóma eins og sannleikur.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!