fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Bréf Gunnars Tómassonar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. október 2009 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svona lítur það út bréfið sem Gunnar Tómasson sendi alþingismönnum og var til umræðu hér á vefnum fyrr í dag.

—- — —

“Ágætu alþingismenn.

Hér er mat mitt á því hvert stefnir í málefnum Íslands – og ég bið forláts á því að tala hreint út:

1. Að óbreyttu mun Seðlabanki Íslands nota lánsfjármagnaðan gjaldeyrisvarasjóð til að stabílisera gengi krónunnar þegar höftum er aflétt og eigendur nokkur hundruð milljarða innilokaðra króna umbreyta þeim í gjaldeyri.

Miðað við dollargengi 125, þá myndu t.d. 500 milljarðar slíkra króna jafngilda 4 milljörðum dollara.

Af hverju myndu stjórnvöld velja þennan kost?

Jú, án inngripa SÍ myndi gengi krónunnar hríðfalla (a.m.k. um sinn), framkalla verðbólguskot og meðfylgjandi stórhækkun verð- og gengistryggðra lána heimila og fyrirtækja.

Er þá ekki ráð að afnema verð- og gengistryggingu lána?

Jú – en stjórnvöld setja hagsmuni fjármagnseigenda ofar hagsmunum heimila og fyrirtækja.

2. Að óbreyttu mun Ísland því umbreyta krónuskuldum við erlenda spekúlanta í gjaldeyrisskuldir við AGS o.fl.

M.ö.o., Ísland fer úr öskunni í eldinn.

3. Hollenskur ráðherra segir Ísland vel geta staðið undir Icesave greiðslunum.

Staðreyndin er þessi:

Harvard prófessor Kenneth Rogoff, fyrrverandi aðalhagfræðingur AGS, sagði í viðtali við RÚV fyrr á árinu að það væri nær fordæmalaust að þjóðir gætu staðið undir erlendri skuldsetningu af stærðargráðunni 100 – 150%.

Erlend skuldastaða Íslands án Icesave er 233% ef marka má nýlegar tölur SÍ.

4. Alþingi hefur verk að vinna.

Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!