fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Hin umbyltingasama og blóðuga saga Afríku

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. október 2009 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mitt á milli þess sem ég er að lesa nýútkomnar íslenskar bækur – Böðvar Guðmundsson, Bjarna Harðar, Mikael Torfason – þá er ég að grípa í eina æðisgengnustu og skelfilegustu sögu sem ég hef lesið lengi.

Hún heitir The State of Africa, A History of Fifty Years of Independance eftir Martin Meredith.

Hún fjallar um háleitar vonir sem voru bundar við sjálfstæði Afríkuríkja og hvernig þær breyttust fljótt í andhverfu sína, því miður í flestum löndum álfunnar.

Lönd Afríku voru flest mjög illa búin undir sjálfstæði, það vantaði menntað fólk, lækna, verkfræðinga, lögmenn. Í mörgum tilvikum upphófust ógurleg reikningsskil við sjálfstæðið, milli ættbálka sem börðust um völd í ríkjunum og við gömu nýlendustjórnirnar. Kongó var og er hryllilegasta dæmið, þar hefur stríðið staðið nánast sleitulaust síðan um 1960.

Þarna eru stórar heillandi persónur sem voru á hvers manns vörum þegar ég var að alast upp.

Nkrumah, forseti Ghana, sem átti að verða ljós hinnar sjálfstæðu Afríku missti sig í mikilmennskuæði, Nasser í Egyptalandi sem dreymdi um stór-arabískt ríki undir merkjum einhvers konar sósíalisma, Nyerere í Tanzaníu sem trúði því að framtíð Afríku lægi í samyrkjubúum og öldungurinn Jomo Kenyatta – landsfaðir í Kenýa.

Og þarna eru þjófar og morðingjar – oft úr röðum hermanna –  eins og Idi Amin, Josef Mobutu, Mengistu Hailemariam og Jean Bedel Bokassa og svo minna þekktir harðstjórar eins og Francesco Macias Nguema í Miðbaugs-Gíneu sem tókst að flæma meira en þriðjung landsmanna burt. Hann er líklega einhver blóðþyrstasti stjórnandi sögunnar; frægt er þegar hann lét taka hundrað og fimmtíu meinta samsærismenn af lífi á íþróttaleikvangi við undirleik lagsins Those Were the Days.

Á meðan hnignaði efnahag Afríku stöðugt. Það var ekki einungis vondu stjórnarfari  og landlægri spillingu að kenna. Verð á afrískum afurðum var nokkuð hátt á tíma sjálfstæðisins en lækkaði fljótt. Afríka fór líka mjög illa út úr olíukreppunni 1973. Fólk streymdi úr sveitum í borgir sem margfölduðust að stærð á stuttum tíma. En þar var litla atvinnu að hafa.

Myndin er af Kwame Nkrumah, hinni miklu sjálfstæðishetju sem nú hálfgleymdur. Ghana var ríkt land og miklar vonir voru bundnar við sjálfstæði þess árið 1957, það átti að lýsa veginn. Nkrumah dreymdi drauma um afrísk bandaríki, að fyrirmynd BNA– þar sem hann átti að vera leiðtoginn. Aðrir Afríkuleiðtogar höfu minni áhuga. Því miður fór það svo að efnahagur landins var kominn í rúst aðeins rúmum áratug eftir sjálfstæðið, Nkrumah var settur af árið 1966 og dó í Rúmeníu 1972 en angað hafði hann farið til að leita sér lækninga.

nkrumah

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!