fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Að koma skattfé til einkavina

Egill Helgason
Mánudaginn 19. október 2009 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessari frétt RÚV kemur fram að Jafnréttisstofa greiðir 700-800 þúsund krónur í mánaðarleigu fyrir húsnæði í svokölluðum Borgum á Akureyri. Húsnæðið er 211 fermetrar.

Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu vill losna undan þessum samningi, en það virðist ekki vera hægt. Segir eins og er að þetta sé Manhattan-verð.

En hvernig stendur á því að svona var samið til að byrja með.

Baldur McQueen rifjar það upp á heimasíðu sinni að eigandi Borga sé ÍAV og það hafi verið sagt hagkvæmt á sínum tíma að reisa þetta hús með þessum hætti. Hann vitnar í þingmann sem sagði að Háskólinn á Akureyri væri í vandræðum með að greiða himinháa leiguna í þessu húsi.

Þá rifjast upp það sem Joseph Stiglitz sagði í heimsókn sinni hingað, að einkaframkvæmd af þessu tagi hefði yfirleitt þann megintilgang að koma peningum skattgreiðenda til einkavina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!