Nýja Icesave frumvarpið verður lagt fyrir þingið í dag.
Þá hlýtur fljótt að skýrast hvort Ögmundur Jónasson og stuðningsmenn hans innan VG ætla að styðja frumvarpið.
Eins og kemur fram í frétt RÚV segir Ögmundur að málið sé gjörbreytt en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann ætli að styðja það.
Það er einskis liðsinnis að vænta frá stjórnarandstöðunni miðað við viðbrögð hennar í gær.
En ef málið fær ekki þingmeirihluta er augljóst að ríkisstjórnin fer frá. Þá er spurning hverjir taki við.
Að mörgu leyti er stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks líklegust; flokkarnir gætu þá vísað til þess að enginn annar möguleiki sé í stöðunni.
Sú stjórn myndi líklega koma í gegn stóriðjuáformum sem eru að bögglast fyrir núverandi ríkisstjórn – og eiga eftir að valda misklíð innan hennar í allan vetur.
Ef hún lifir.