fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Forstjóri ber blak af embættismanni

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. október 2009 23:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar einstaklingur kemst að því að fyrirtæki sem hann á mikið undir í er annað hvort búið að gefa út rangar eða villandi upplýsingar um stöðu sína eða þá að að því steðji slík ógn að líkur séu á gjaldþroti, hver er þá réttur hans?“ skrifar Hermann Guðmundsson, forstjóri olíufélagsins N1 um mál Baldurs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra, innherjaviðskipti hans.

Og Hermann segir ennfremur að Baldur hafi verið að verja fjölskyldu sína:

„Í mínum huga þá er það grundvallarréttur og skylda hvers manns að verja sig og sína fjölskyldu fyrir áföllum og forða tjóni þar sem það er hægt. Hvað er til ráða þegar svona aðstæður koma upp?“

Baldur var – og er – einn æðsti embættismaðurinn hjá íslenska ríkinu. Hann hafði upplýsingar sem aðrir höfðu ekki. Í þessu máli er hann eins konar forréttindaþegn.

Hvað með allt hitt fólkið, sem átti hlutabréf í Landsbankanaum eða geymdi fé í ýmsum sjóðum hans – og hafði ekki þessar upplýsingar?

Fyrir nú utan að Baldur Guðlaugsson sat á sínum tíma í einkavæðingarnefnd, var settur þangað inn eftir að Steingrímur Ari Arason sagði sig úr nefndinni með þeim orðum að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum – en í því bralli öllu er að finna upphafið að ógæfunni.

Hafi skipið lekið er Baldur einn af þeim sem bera sök á því – og varla stendur í reglunum að skipstjórnarmenn á fleyinu skuli vera fyrstir frá borði?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa