Kristin Halvorsen er að hætta sem fjármálaráðherra Noregs. Flokkur hennar, Sósíalíski vinstriflokkurinn, tapaði fylgi í kosningunum nú í haust og hún er sögð ætla að taka að sér rólegra ráðuneyti, til að freista þess að efla flokksstarfið.
Halvorsen þykir annars hafa staðið sig nokkuð vel í embætti.
En við þetta dvína enn líkur á því að Ísland fái einhverja séraðstoð frá Noregi, því Verkamannaflokkur Jens Stoltenbergs tekur við fjármálaráðuneytinu,
Og þar á bæ eru menn ekki áhugasamir um sérlausnir fyrir Íslendinga.