Fyrir ári, 7. október 2008, tilkynnti Seðlabankinn að von væri á stóru láni frá Rússlandi, upp á fjóra milljarða evra.
Sem á núverandi gengi er jafnvirði 730 milljarða íslenskra króna.
Þjóðin varpaði öndinni léttar, stundarkorn, strax sama dag kom í ljós að líklega væri um misskilning að ræða.
Rússar ætluðu kannski ekki að lána Íslandi, og fjárhæðin væri miklu lægri.
Nú, ári síðar, er endanlega búið að slá þetta út af borðinu. Það kemur ekkert lán frá Rússum.