fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Sérstæðir viðskiptahættir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. október 2009 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar hafði samband með eftirfarandi dæmi um hvernig viðskiptin gerast á matvörumarkaði á Íslandi, í framhaldi af viðtalinu við Friðrik G. Friðriksson í Silfrinu og umfjöllun í Kastljósi í gær.

— — —-

Sæll Egill,

Ég leitaði eftir verðum á kóki hjá Vífilfelli – sagðist vera að skipuleggja ættarmót.

Málið er einfalt: Sölufulltrúi Vífilfells benti mér á, að það sé hreinlega ódýrara fyrir mig að versla beint í Bónus – án gríns !

Sagðist bara verða að segja mér alveg eins og er….

Ég bað um verð á tíu kippum  af 2 litra kók – 6 flöskur í Kippu.

Verð frá Vífilfelli:

10 kippur eru 19.386 krónur. þ.e. 60 flöskur sem gera einingarverð per flösku um 323 krónur !

Verð per flösku frá Bónus ÓHÁÐ magni: 254 krónur.

Sem sagt:  Ég vil versla beint við framleiðenda kkók og versla 60 flöskur – jafnvel 200 flöskur og ég þarf að borga um 27% HÆRRA verð en þegar ég fer beint í smásöluverslunina BÓNUS hjá Baugsmönnum.

Baugur er því að fá ekki bara tekjur af þessari 60% hlutdeild sem þeir hafa á íslenskum smásölu markaði – heldur fá þeir líka verulegar tekjur frá öllum hinum sem eru jafnvel í beinni samkeppni við þá, því það er miklu miklu miklu ódýrara fyrir þá að kaupa beint af samkeppnisaðila sínum heldur en að versla beint við framleiðanda vörunnar!

Ergo:  Afslátturinn sem Baugsmenn kýla í gegn frá framleiðenda er það mikill að hann eru tugum prósentum lægri en útsöluverð framleiðenda.  Svo nýta þeir þennan afslátt til að fá í raun alla sem reka söluturn eða litlar búðir í bein viðskipti við sig og fá þannig verulegar tekjur/veltu að ekki sé talað um hagnað sem er langt umfram þessi 60% verslana sem tilheyra Baugsveldinu !

Er þetta heilbrigt?

Nei, ætli það…..en nú skilur maður af hverju Baugsmenn leggja ofur áherslu á að halda Högum innan sinna banda.  Þetta er bara peninga prentsmiðja þegar upp er staðið og veltir tugum milljarða á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp