Lesandi síðunnar hafði samband með eftirfarandi dæmi um hvernig viðskiptin gerast á matvörumarkaði á Íslandi, í framhaldi af viðtalinu við Friðrik G. Friðriksson í Silfrinu og umfjöllun í Kastljósi í gær.
— — —-
Sæll Egill,
Ég leitaði eftir verðum á kóki hjá Vífilfelli – sagðist vera að skipuleggja ættarmót.
Málið er einfalt: Sölufulltrúi Vífilfells benti mér á, að það sé hreinlega ódýrara fyrir mig að versla beint í Bónus – án gríns !
Sagðist bara verða að segja mér alveg eins og er….
Ég bað um verð á tíu kippum af 2 litra kók – 6 flöskur í Kippu.
Verð frá Vífilfelli:
10 kippur eru 19.386 krónur. þ.e. 60 flöskur sem gera einingarverð per flösku um 323 krónur !
Verð per flösku frá Bónus ÓHÁÐ magni: 254 krónur.
Sem sagt: Ég vil versla beint við framleiðenda kkók og versla 60 flöskur – jafnvel 200 flöskur og ég þarf að borga um 27% HÆRRA verð en þegar ég fer beint í smásöluverslunina BÓNUS hjá Baugsmönnum.
Baugur er því að fá ekki bara tekjur af þessari 60% hlutdeild sem þeir hafa á íslenskum smásölu markaði – heldur fá þeir líka verulegar tekjur frá öllum hinum sem eru jafnvel í beinni samkeppni við þá, því það er miklu miklu miklu ódýrara fyrir þá að kaupa beint af samkeppnisaðila sínum heldur en að versla beint við framleiðanda vörunnar!
Ergo: Afslátturinn sem Baugsmenn kýla í gegn frá framleiðenda er það mikill að hann eru tugum prósentum lægri en útsöluverð framleiðenda. Svo nýta þeir þennan afslátt til að fá í raun alla sem reka söluturn eða litlar búðir í bein viðskipti við sig og fá þannig verulegar tekjur/veltu að ekki sé talað um hagnað sem er langt umfram þessi 60% verslana sem tilheyra Baugsveldinu !
Er þetta heilbrigt?
Nei, ætli það…..en nú skilur maður af hverju Baugsmenn leggja ofur áherslu á að halda Högum innan sinna banda. Þetta er bara peninga prentsmiðja þegar upp er staðið og veltir tugum milljarða á ári.