Heimsfrægur rithöfundur, Robert Harris, skrifar ritdóm um bókina Meltdown Iceland, How the Global Financial Crisis Bankrupted an Entire Country eftir Roger Boys, breskan blaðamann.
Ritdómurinn birtist í The Sunday Times.
Harris er meðal annars höfundur skáldsagnanna Vaterland, Enigma, Archangel, Pompei og The Ghost.
Hann skrifar frekar háðslega um Ísland.
Ein niðurstaðan sem hann kemst að er að Ísland hafi verið fáránlega illa rekið síðustu áratugina.
Eða eins og stendur:
„It is hard to think of a European country more incompetently run in the past 20 years than Iceland.“