fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Fannfergi í New York

Egill Helgason
Föstudaginn 31. desember 2010 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill bylur sem gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna hefur valdið margháttuðum vandræðum. Flugvellir voru lokaðir í meira en sólarhring, ófærð var mikið og í New York er kvartað undan því að seint hafi gengið að moka burt snjó í sumum hverfum. Miklir snjóruðningar eru víða á götum sem fólk þarf að köngrast yfir. Fjöldi bíla festist í snjó og sumir eru ennþá fastir.

Borgarstjórinn Michael Bloomberg tók snjókomunni með léttúð fyrsta daginn, en nú hefur hann þurft að biðjast afsökunar á seinum viðbrögðum borgarstarfsmanna.

Verst finnst manni nú, á fjórða degi eftir bylinn mikla, að sorphirða hefur öll farið úr skorðum og pokar með rusli hlaðast upp við götur. Eitt dagblaðið hafði uppi stór orð um þetta og uppnefndi starfsmenn sorphirðunnar, kallaði þá abominable snowmen.

Manni verður hugsað um hvað stórar borgir eru í raun viðkvæmar, og hversu lítið má bera út af til að kerfið fari úr skorðum.

IMG_3050

Hér er mynd af bíl sem er ennþá fastur í snjó á miðri Manhattaneyju.


IMG_3068

Snjó rutt burt af Times Square fyrir hátíðarhöldin þar á gamlárskvöld. Í gær var þar allt í slabbi. Einhverjum á eftir að verða kalt á tánum þar í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið