Forstjóri N1 kom af miklum hroka inn á bókamarkaðinn.
Talaði um að hrista upp í stöðnuðum markaði með því að selja bækur á bensínstöðvum.
Þetta mistókst algjörlega. Bókamarkaðurinn er heldur ekkert staðnaður, hann er mjög lifandi og á honum er grimm samkeppni.
Bensínmarkaðurinn er hins vegar algjörlega staðnaður. Eina samkeppnin þar virðist felast í að byggja ofvaxnar sjoppur sem selja varning á okurverði.
Löngu fyrir jól var N1 forstjórinn búinn að heykjast á því að selja útgáfubækurnar einungis á bensínstöðvum. Líklega höfðu hin upphaflegu áform mjög vond áhrif á söluna.
Það er náttúrlega miður fyrir höfundana, bók Björgvins G. Sigurðarsonar er ekki sérlega áhugaverð, en það eru margir ágætir bitar í bók Sölva Tryggvasonar um Jónínu.