Vorum að skoða hvað við ættum að gera á gamlárskvöld hér í New York.
Það er líklega of margt fólk á Times Square.
Tékkuðum á siglingu með mat og öllu, en það er kannski verra að vera fastur á bát þegar líður á nóttina.
Leituðum áfram á vefnum og fundum loks ómótstæðilegt tilboð – New Year´s: Swing into 2007.
Hljómar of gott til að vera satt – kjörið tækifæri fyrir þá sem héldu að 2007 kæmi aldrei aftur.
Nennir einhver að hringja í Jón Ásgeir og láta hann vita?