Ein niðurstaðan eftir tafir í flugi síðustu vikurnar er að Heathrow sé meira og minna ónýtur sem samgöngumiðstöð.
Það gekk ekkert að hreinsa flugbrautir á Heathrow af snjó, ástæðan er fyrst og fremst sú að tæki og mannskapur er ekki fyrir hendi.
En forstjóri fyrirtækisins sem rekur Heathrow var fullur iðrunar og sagðist ætla að afsala sér bónusnum sínum þetta árið.
Breska ríkisstjórnin hefur einkavætt nánast allt samgöngukerfið. Framkvæmdin var með þeim ósköpum að Bretar búa nú við furðulega vondar samgöngur.
Lestir eru niðurníddar, rándýrar og koma of seint. Heathrow flugvöllur er óskapnaður sem flugfarþegar hræðast.